TeamWork - Dog Training

Dog Trainer

Team Work einblínir á samvinnu milli hunds og eiganda. Fjölbreytt námskeið þar sem einungis er notast við jákvæðar þjálfunaraðferðir.


Team Work er hundaskóli í eigu Elísu Hafdísar Hafþórsdóttur.

Elísa er faglærður hundaþjálfari frá Vores Hundecenter og býður hennar menntun upp á :

Þjálfun gegnum mótun (shaping)

Klikkerþjálfun

Tegundaþekking

Að sækja

Sporlagning

Ljósþjálfun (fyrir heyrnarlausa hunda)

Tungumál hundsins: Róandi og ógnandi merki

Atferli hunda og úlfa

Streituvaldar og virkni streitu

Kennsluaðferðir/ sálfræði gagnvart eigendum

Skyndihjálp, líkamleg og andleg

Námskeiðaskipulag

Vandamálahundur á æfingasvæðinu

Nudd til heimabrúks

Fyrirbyggjandi þjálfun til að draga úr t.d vöðvaskaða

Virkjun í daglega lífinu


Einkatími : 12.000.-

0:04
😂
3 months ago
0:03
Hoppiskopp🐶
8 months ago
2:24
Flexi taumar hafa verið mikið í umræðu og margir sem eru á móti notkun þeirra að skiljanlegum ástæðum. Ef Flexi taumur er notaður rangt, getur hann verið líkamlega skaðlegur fyrir bæði eigandann og hundinn, aftrar taumgönguþjálfun og getur skapað hættu í umhverfinu fyrir aðra vegfarendur. Ég vil meina að Flexi sé frábær taumur ef hann er notaður rétt. Hundurinn fær stærra svæði til að kanna og kortleggja auk þess að hann fær meiri hreyfingu í göngutúrnum. Hér eru mínar reglur sem ég nota og hvet alla til að taka til athugunar sem nota eða hugsa sér að nota slíkan taum. - Labba í lausum taum: Hundurinn þarf að kunna taumgöngu í venjulegum taum áður en hægt er að nota Flexi rétt. - Merki/skipun: Góð regla er að hundurinn kunni lausnarorð sem gefur honum til kynna að taumurinn sé tekinn úr lás og hann megi þá hlaupa fram í tauminn, sömuleiðis gott hann kunni orð sem þýðir að hundurinn hafi ekki allan tauminn lengur. Þetta gefur eigandanum kost á að hleypa hundinum á tún td sem er óhætt fyrir hundinn að fara á, án þess að vera fyrir öðrum vegfarendum og án þess að högg komi á líkamann sem skapast þegar við snögglega stoppum hundinn á ferð (þegar hann ætlar eitthvert sem við viljum ekki) - Vera samferða: Að stoppa með hundinum meðan hann þefar. Þetta kemur í veg fyrir að hundurinn hlaupi á eftir okkur og fái þá þetta högg sem kemur þegar við stoppum svo tauminn (getur verið skaðlegt fyrir likamann) auk þess að við getum ekki fylgst með hundinum okkar og öðrum vegfarendum ef við erum að labba í gagnstæða átt. - Fastir rammar: Ekki að leyfa hundinum að þefa af öllu sem hann vill þefa af. Sjálf fer ég viljandi fram hjá 1-2 stöðum sem ég sé að hundurinn vill þefa af til þess að viðhalda þeirri hugsun hjá hundinum að bíða eftir merki frá mér um að hann megi fara fram í tauminn. Þetta finnst mer hjálpa við það að nota umhverfið sem verðlaun fyrir hegðunina "að labba í lausum taum" og minnkar líkur verulega á að hundurinn reyni að rjúka. Þetta má ekki misskiljast sem svo að hundurinn fái ekki að þefa. Þeir verða að þefa, það er mjög nauðsynlegt fyrir þá. Hundum líður best þegar það eru reglur. Þeir eru öruggastir þegar þeir geta spáð fyrir um afleyðingu þeirra aðstæðna sem þeir eru í hverju sinni. Ég tók stutt myndband til að sýna í fljótu bragði hvernig þessi aðferð lítur út hjá mér og vona hún komi sér vel fyrir einhvern sem er að velta þessu fyrir sér :)
9 months ago